Til baka
Þessi bolli er hannaður fyrir lítil börn sem eru að læra að drekka sjálf. Barnið getur drukkið allan hringinn á bollanum, og gegnsætt lokið stýrir rennslinu svo að vökvinn komi ekki allur í einu. Bollinn lokast mjög þétt og kemur í veg fyrir að vökvi leki, jafnvel þegar hann lendir á hvolfi.
Bollinn er úr endingargóðu, eiturefnafríu plasti og tekur 300 ml.
Má fara í uppþvottavél.
Hentar frá um 9 mánaða aldri.