Persónuverndarstefna

Persónuvernd viðskiptavina okkar skiptir Líf & List ehf. miklu máli og leggjum við okkur fram við að gæta þess að persónugreinanlegar upplýsingar viðskiptavina okkar séu vistaðar í öruggum höndum fagaðila.

Persónuverndarstefna þessi var gefin út þann 27.07.2018 af Líf & List ehf., kt. 670901-3510 (hér eftir einnig vísað til „við, okkar, félagið“). Vakin er athygli á því að persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega. Hafi viðskiptavinir spurningar um persónuverndarstefnu Líf & List ehf. er hægt að senda fyrirspurn á netfangið smaralind@lifoglist.is.

Persónuvernd viðskiptavina okkar skiptir Líf & List ehf. miklu máli og leggjum við okkur fram við að gæta þess að persónugreinanlegar upplýsingar viðskiptavina okkar séu vistaðar í öruggum höndum fagaðila. Persónuverndarstefna þessi nær yfir skráningu persónugreinanlegra gagna, vörslu og vinnslu þeirra gagna sem við höfum undir höndum um viðskiptavini okkar. Þá er einnig fjallað um miðlun gagna til þriðja aðila. Stefnan skal vera aðgengileg öllum á vefsíðu félagsins, www.lifoglist.is

Persónuverndarstefna þessi er miðuð út frá þeim kröfum sem settar eru fram í Lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Samkvæmt lögunum liggur fyrir að Líf & List ehf. er ábyrgðaraðili þeirra persónugreinanlegu gagna sem félagið hefur undir höndum. Þá taka lögin m.a. á vörslu, vinnslu og miðlun þeirra persónugreinanlegu upplýsinga sem félagið hefur undir höndum.

A. Söfnun persónuupplýsinga:

Líf & List ehf. kann að hafa undir höndum persónugreinanlegar upplýsingar um viðskiptavini sína og leggur sig fram við að gæta þess að þær upplýsingar séu ekki aðgengilegar þriðja aðila.

i. Rafræn vöktun:

Líf & List ehf. notast við stafrænar öryggisupptökuvélar í verslun félagsins í Smáralind. Í ljósi þess kunna viðskiptavinir okkar að vera teknir upp á myndband. Tilgangur myndavélanna er einungis í eigna- og öryggisvörsluskyni, s.s. ef upp koma þjófnaðar- eða eignatjónsmál.

Eftirlitskerfið sem notast er við er ekki með búnaði sem getur greint andlit eða önnur persónugreinanleg einkenni.

Aðeins æðstu yfirmenn félagsins hafa aðgang að myndavélakerfinu og er gögnum úr því eytt þegar ekki er talin þörf á að félagið eiga gögnin lengur.

Efni úr öryggismyndavélum Líf & List ehf. er ekki deilt með öðrum aðilum en lögreglu.

Viðskiptavinum og starfsmönnum Líf & List ehf. er gert kunnugt um að eftirlitsmyndavélar séu á svæðinu við alla innganga þess.

ii. Póstlistar:

Líf & List ehf. notast við póstlistakerfi þriðja aðila (Mailchimp) til að senda út tilboð og áríðandi tilkynningar er kunna að varða heilsu viðskiptavina, s.s. við innköllun vara. Þjónusta þessi fylgist með starfsemi sem tengist þessum tölvupóstum, hvort þeir séu opnaðir, hvaða tenglar voru opnaðir og hvort viðskipti hlutust af því að opna þessa tengla. Líf & List ehf. notar þessa þjónustu til þess að greina hversu mikil þátttaka hlaust af þessum tölvupóstum.

Líf & List ehf. vinnur eingöngu með netfang viðskiptavina og ekki er beðið um nafn eða aðrar persónugreinanlegar upplýsingar við skráningu á póstlista. Netfang skráist eingöngu á póstlistann óski viðskiptavinur eftir því, það gerist ekki sjálfkrafa við kaup á vöru í netverslun eða í verslun fyrirtækisins.

Gögn á póstlista eru geymd á öruggum vefþjóni þjónustuaðila okkar.

Einungis þeir yfirmenn sem koma að markaðsmálum Líf & List ehf. hafa aðgang að netföngum á póstlistanum og er þeim ekki deilt með þriðja aðila í neinum tilvikum.

Athygli er vakin á því að þeir aðilar sem hafa skráð sig á póstlista hjá Líf & List ehf. geta fjarlægt sig af listanum með einföldum hætti ef þeim berst tölvupóstur úr kerfinu.

iii. Kennitala:

Líf & List ehf. biður eingöngu um kennitölu viðskiptavinar í undantekningatilvikum. Það er einkum gert þegar um stór viðskipti er að ræða og þá til að gæta hagsmuna fyrirtækisins og viðskiptavinar komi upp gallamál eða ágreiningur eftir kaup. Einstaklingum er ekki skylt að gefa upp kennitölu í viðskiptum við Líf & List ehf.

Gefi viðskiptavinur upp kennitölu í viðskiptum við félagið, þá tengist sölukerfi Líf & List ehf. sjálfkrafa við þjónustugátt hjá Þjóðskrá og fær félagið þá upplýsingar um fullt nafn, lögheimili og póstnúmer viðskiptavinar. Þessi gögn eru eingöngu notuð til að prenta þær upplýsingar á vörureikning. Ekki eru frekari gögn unnin út frá þessum upplýsingum

iv. Brúðargjafalistar:

Við skráningu á brúðargjafalista óskum við gjarnan eftir eftirfarandi upplýsingum um verðandi brúðhjón: Kennitölur, nöfn, símanúmer og netfang. Verðandi brúðhjón þurfa þó ekki að veita þessar upplýsingar kjósi þau að sleppa því.

Ástæður fyrir þessari upplýsingaöflun eru eftirfarandi:

a. Nöfn biðjum við um svo að brúðkaupsgestir geti beðið um að fá að kaupa vörur af brúðargjafalista viðskiptavina.

b. Símanúmer biðjum við um svo hægt sé að láta viðskiptavini vita ef ákveðnar seríur af vörum, t.d. matarstell eða hnífaparasett séu að detta úr framleiðslu. Margir viðskiptavinir okkar kunna að hafa eytt fjármunum yfir langan tíma í að safna ákveðnum seríum og viljum við gjarnan gæta hagsmuna viðskiptavina okkar ef að framleiðslu á vörum sem þeir safna er hætt.

c. Netfang biðjum við um svo hægt sé að hafa samband ef nauðsynlegt þykir og ekki næst í viðskiptavin í síma. Þar að auki kjósa margir að eiga frekar í samskiptum í gegnum tölvupóst.

d. Kennitölu notum við einungis ef ekki næst í viðskiptavin í síma eða í gegnum netfangið. Þá er upplýsingum um lögheimili flett upp í Þjóðskrá og bréf er sent til viðskiptavinar.

Þessar upplýsingar eru ekki nýttar í öðrum markaðslegum tilgangi. Þessum upplýsingum er ekki deilt með þriðja aðila en þó kunna viðskiptavinir að sjá þessar upplýsingar þegar þeir skoða brúðargjafalista í verslun okkar.

Til þess að gæta að friðhelgi einkalífs verðandi brúðhjóna sem skrá sig á brúðargjafalista hjá okkur, þá deilum við ekki brúðargjafalistum verðandi brúðhjóna á vefsíðu okkar né í tölvupósti eða í gegnum samfélagsmiðla. Óski brúðkaupsgestir eftir því að fá sent afrit af brúðargjafalista skal sú ósk koma frá brúðhjónum beint.

v. Tölvupóstar:

Sé sendur tölvupóstur til Líf & List ehf., munum við vinna með upplýsingar þær sem viðskiptavinur gefur upp við sendingu tölvupóstsins, s.s. nafn og netfang viðkomandi. Þessi gögn eru ekki geymd í gagnagrunnum og eru ekki notuð síðar í markaðslegum tilgangi.

vi.Símtöl:

Símtöl eru ekki hljóðrituð.

Persónuupplýsingar sem fram koma í símtölum milli viðskiptavina og starfsfólks okkar kunna þó að vera skráðar niður tímabundið, s.s. nafn, sími og heimilisfang þegar um er að ræða pantanir sem á að senda með pósti. Slíkum upplýsingum er eytt um leið og ekki er þörf á þeim lengur, t.d þegar varan hefur verið send á pósthús. Upplýsingunum er ekki undir neinum kringumstæðum deilt með þriðja aðila að Íslandspósti undanskyldum þar sem pantanir eru sendar með Íslandspósti

vii. Pantanir úr vefverslun:

Þegar pantað er úr vefverslun okkar (www.lifoglist.is) er nauðsynlegt að fylla inn nafn, símanúmer, heimilisfang, póstnúmer og að lokum netfang. Þessar upplýsingar eru einungis notaðar til þess að koma vörunni á réttan stað og til þess að hafa samband við viðskiptavin ef upp koma vandamál, s.s. ef vara er uppseld. Upplýsingunum er ekki undir neinum kringumstæðum deilt með þriðja aðila að Íslandspósti undanskyldum þar sem pantanir eru sendar með Íslandspósti. Þessar upplýsingar eru ekki geymdar og eru ekki notaðar síðar í markaðslegum tilgangi.

B. Miðlun gagna til þriðja aðila:

Líf & List ehf. heitir viðskiptavinum sínum fyllsta trúnaðar og veitir ekki þriðja aðila upplýsingar um viðskipti einstaklings eða fyrirtækja við félagið. Á þessu kunna þó að vera eftirfarandi undantekningar:

i. Hafi viðskiptavinur óskað eftir reikningsviðskiptum er sá möguleiki fyrir hendi að gögnum á borð við kennitölu og upphæð viðskipta sé deilt með viðskiptabanka félagsins í þeim tilgangi að hægt sé að stofna bankakröfur.

ii. Óski viðskiptavinur eftir viðskiptum þar sem greiðslum er skipt, t.d. með raðgreiðslum, þá er persónugreinanlegum upplýsingum á borð við kennitölu og upphæð viðskipta deilt með þeim færsluféhirði sem þjónustar Líf & List ehf. hverju sinni.

iii. Persónuupplýsingar kunna að vera afhentar þriðja aðila að því marki sem krafist er á grundvelli laga eða reglna, s.s. til opinberra aðila á borð við Tollstjóra, Sýslumenn og Ríkisskattstjóra. Þá áskilur Líf & List ehf. sér rétt til að afhenda persónugreinanleg gögn á grundvelli dómsúrskurða eða svo félagið geti gætt hagsmuna sinna komi upp ágreiningur eftir vörukaup. Í slíkum tilvikum er viðskiptavini gert kunnugt um að gögnum um hann hafi verið miðlað og hvert.

iv. Rafræn gögn um viðskiptavini eru geymd í gagnagrunnum sem vistaðir eru hjá viðurkenndum fagaðilum í viðkomandi grein. Þessum aðilum er ekki heimilt skv. lögum að notfæra sér eða deila upplýsingum um viðskiptavini okkar.

v. Í undantekningatilfellum er Líf & List ehf. beðið um upplýsingar um kaup viðskiptavinar af endurskoðendum. Þetta á einkum um viðskipti annarra fyrirtækja eða félaga við Líf og List ehf. – í slíkum tilvikum eru gögn ekki send viðkomandi nema ósk berist frá viðskiptavini sjálfum.

C. Verndun öryggisupplýsinga:

i. Líf & List ehf. leggur áherslu á að vernda persónugreinanlegar upplýsingar um viðskiptavini sína. Til þess að tryggja öryggi þeirra upplýsinga sem við kunnum að hafa undir höndum notumst við einungis við viðurkennda fagaðila á sínu sviða til að halda utan um slíkar upplýsingar.

ii. Verði okkur kunnugt um að þau gögn sem við höfum yfir viðskiptavini okkar verði aðgengileg öðrum munum við án tafar tilkynna það viðskiptavinum okkar auk þess sem við munum gera ráðstafanir og tilkynna Persónuvernd um slík tilvik.

iii. Athygli er þó vakin á því að viðskiptavinir bera sjálfir ábyrgð á þeim gögnum sem þeir velja að deila sjálfir, s.s ljósmyndir eða afrit af vörureikningum eða brúðargjafalistum.

D. Þinn réttur.

i. Viðskiptavinir okkar hafa rétt á því að vita hvaða upplýsingar Líf & List ehf. hefur um sína persónu, hvernig og í hvaða tilgangi við notum viðkomandi upplýsingar. Viðskiptavinir okkar geta óskað eftir því að fá þessar upplýsingar afhentar með því að koma slíkri ósk á framfæri við yfirmann í verslun eða í gegnum netfangið smaralind@lifoglist.is

ii. Viðskiptavinir hafa rétt á að gögn um sig séu leiðrétt eða þeim eytt sé eigi tilgangur til þess að halda utan um gögnin lengur.

iii. Sérstök athygli er vakin á því að hafi viðskiptavinur skráð þig á póstlista Líf & List ehf. hefur hann þann möguleika á að afskrá sig af honum með því að smella á „afskrá“ í tölvupóstunum sem póstlistakerfið sendir út.

E. Börn

i. Líf & List ehf. safnar ekki upplýsingum um börn yngri en 13 ára.

ii. Það er þó eðli málsins samkvæmt óhjákvæmlegt að börn sem koma í verslun okkar sjáist í fyrrnefndu myndavélakerfi fyrirtækisins. Athygli er vakin á því að slík gögn eru ekki notuð í neinum tilgangi öðrum en þeim að vernda hagsmuni félagsins komi upp eignatjón. Í slíkum tilvikum er ávallt unnið í samstarfi við lögreglu.

F. Vafrakökur

a. Vefsíða Líf & List ehf. (www.lifoglist.is) notast við vafrakökur (e. Cookies) þegar viðskiptavinir koma inn á síðuna. Vafrakökur eru einkum notaðar til þæginda fyrir notendur vefsíðunnar, t.d. svo síðan sé fljótari að hlaðast eða auðveldara sé að fylla út form á síðunni. Vafrakökur eru notaðar í flestum gerðum tækja sem notuð eru til að skoða vefsíðuna okkar. Vafrakökur er ekki hægt að nota til að brjótast inn í tækin og safna persónugreinanlegum upplýsingum eða öðrum gögnum.

b. Líf & List ehf. notar einkum vafrakökur til að átta sig á þeirri umferð sem fer í gegnum vefsíðuna, t.d. hvaða vörur eru mest skoðaðar, hvaða gerð af tækjum eru notuð í heimsókninni, frá hvaða síðu umferðin kemur og hvað viðskiptavinir dvelja lengi á vefnum.

c. Líf & List ehf. reynir ekki í neinum tilvikum að verða sér út um persónugreinanlegar upplýsingar um notanda síðunnar með vafrakökum.

d. Vafrakökur geymast í tækjum viðskiptavina og bjóða allir vafrar upp á þann möguleika að hægt sé að hreinsa út upplýsingar sem vafrinn býr yfir um vefsíðu okkar.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Líf&List. Síðan notar vafrakökur (e. Cookies). Með því að halda áfram notkun síðunnar samþykkir þú notkun vafrakaka.