Brúðkaup

10% – Öll brúðhjón sem gera gjafalista fá gjafabréf að verðmæti 10% af öllu því sem keypt ef af gjafalista.

Brúðargjafalistar

Brúðargjafalistar hafa í gegnum tíðina notið mikilla vinsælda. Tilgangur þeirra er tvíþættur. Í fyrra lagi, þá tryggir vandaður brúðargjafalisti að þið fáið þá muni til heimilisins sem ykkur vantar. Í síðara lagi auðvelda brúðargjafalistar gestum ykkar að velja gjafir sem falla að ykkar smekk.

Starfsfólk Líf&List hefur áralanga reynslu við að aðstoða brúðhjón að gera brúðargjafalista og það væri okkur sönn ánægja að fá að aðstoða ykkur fyrir stóra daginn ykkar.

Öll brúðhjón sem gera lista hjá Líf & List fá að loknu brúðkaupi inneign í verslun okkar að verðmæti 10% þeirrar upphæðar sem verslað var fyrir af brúðargjafalistanum ykkar. Flest brúðhjón nota þessa inneign í að klára matarstellið – eða aðra hluti sem settir voru á listann, en ekki keyptir að þessu sinni.

Líf & List heldur utan um alla brúðargjafalista og merkir samviskusamlega við hverja gjöf sem keypt er. Með þessum hætti er hægt að tryggja eftir fremsta megni að ekki séu keypt mörg eintök af sama hlutnum. Þar að auki, þá geymum við alla brúðargjafalista – því getur verið heppilegt fyrir brúðhjón að eiga lista á vísum stað fyrir jól eða afmæli ef eitthvað vantar uppá.

Hvernig er best að skipuleggja listann?

  1. Við mælum með að þið gangið í gegnum heimilið ykkar og reynið að sjá fyrir ykkur framtíðarheimilið.
  2. Gerið gjafalista með fjölbreyttu vöruúrvali svo að gestir ykkar hafi úr miklu að velja.
  3. Hafið gjafalistann ykkar á breiðu verðbili. Okkar reynsla er sú að flestir brúðkaupsgestir eru með fyrirfram ákveðna verðhugmynd í huga. Flestir vilja ekki kaupa margar minni gjafir til að búa til eina nálægt þeirra verðviðmiði.
  4. Verið því ekki feimin við að setja dýra hluti á listann ykkar. Oftar en ekki fáum við heilu vinahópana til okkar sem vilja slá saman í eina dýra gjöf handa brúðhjónunum.
  5. Skoðið ykkur vel um og setjið 1-2 hluti á listann sem ykkur myndi ekki detta í hug að kaupa ykkur sjálf. Þetta geta til dæmis verið 2 mjög vönduð spari rauðvínsglös fyrir ykkur til að nota þegar þið fagnið brúðkaupsafmælinu ykkar í framtíðinni.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Líf&List. Síðan notar vafrakökur (e. Cookies). Með því að halda áfram notkun síðunnar samþykkir þú notkun vafrakaka.