Til baka
Þessi vatnskarafla er úr Basic línunni frá þýska framleiðandanum WMF. 
Karaflan rúmar 1,0 lítra og er með helliloki, svo það þarf ekki að taka það úr í hvert sinn sem hellt er úr karöflunni.
Lokið er gert úr svörtu silikoni og úr ryðfríu Cromargan stáli.  Ekki er mælt með því að þvo karöfluna í uppþvottavél, heldur er auðveldlega hægt að losa tappann úr og þrífa hana.  Frá WMF er hægt að fá sérstakann karöflubursta með löngu skafti og svampi til að auðvelda þrifin. 
Karaflan smellpassar í flestar ísskápshurðar.