Til baka

Sonora borðstofuborðið frá Skovby er hringlaga borð. Óstækkað, er borðið hugsað fyrir 4 einstaklinga, en það býður hins vegar upp á mikla stækkunarmöguleika. Borðið sjálft er 130cm í þvermál og 74cm á hæð. Borðið kemur með tveimur stækkunarplötum, sem hvor um sig er 50cm að lengd. Með því að nota þær er hægt að koma 8 manns fyrir við borðið. Þá er hægt að kaupa tvær stækkunarplötur að auki og komast þá 12 manns við borðið, sem þá er orðið 330cm að lengd. Athygli er vakin á því að vegna forms borðsins, þá geymast stækkunarplöturnar ekki undir því. Stækkanirnar eru jafn breiðar og borðið er breitt og því komast þær ekki fyrir undir borðinu í lokaðri stöðu. Þetta tiltekna borð er úr gegnheilli hvítolíuborinni eik, en hægt er að fá borðið í fjölmörgum viðargerðum. Hafið samband við sölufólk okkar til að fá upplýsingar um fleiri viðargerðir. Athugið að stækkunarplöturnar eru ávallt spónlagðar. Borðið er einnig fáanlegt í minni útfærslu, Sonora - #111.

SONORA - #112 BORÐSTOFUBORÐ EIK HVÍTOLÍUBORIN

sko3387

Uppselt

318.390 kr.

Setja á gjafalista

Um vöruna

Sendingar & skil

Vefkökur

Velkomin í vefverslun hjá Líf&List. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.