Til baka
SM300 skenkurinn frá Skovby er hannaður af danska arkitektinum Per Hånsbæk. Skenkurinn er hannaður í retro stíl en með nútímalegri virkni. Per Hånsbæk hefur lengi verið þekktur fyrir samspil forms og virkni í sinni hönnun. Skenkurinn er rúmgóður, en á sama tíma fallegur.
Skenkurinn er þrískiptur. Á bak við hurðina vinstri megin er ein laus hilla og á bak við hurðina hægra megin eru tvær lausar hillur. Hægt er að færa þær á milli eftir þörf. Þá er einnig hægt að panta fleiri hillur gegn gjaldi. Skenkurinn hefur síðan 4 skúffur.
SM300 skenkurinn er hluti af stærri seríu og passar hann vel við #26 og #27 Michigan borðstofuborðin. Þá passar hann við #205, #206 og #207 sófa/hornborðin. Þá er einnig fáanlegur fjögurra dyra veggskápur í sömu seríu sem heitir #302.
Breidd: 170cm
Hæð: 80cm
Dýpt: 46cm
Hæð: 80cm
Dýpt: 46cm
Skenkurinn er afgreiddur samsettur. Þessi vara er oftast sérpöntunarvara hjá okkur. Uppgefinn tími í vefverslun er eingöngu til viðmiðunar. Sölufólk okkar í verslun getur gefið nákvæmari upplýsingar um afgreiðslutíma. Skenkurinn er fáanlegur í fleiri viðargerðum en við birtum hér í vefverslun.