Til baka

Þessi glæsilega klukka er úr smiðju danska hönnuðarins Arne Jacobsen. Þessi klukka á sér þó nokkra sögu, en árið 1937 var sú ákvörðun tekin innan borgarstjórnar Árósa að byggja skyldi nýtt ráðhús. 

Úr 53 innsendum hugmyndum, þá urðu Arne Jacobsen og samstarfsmaður hans Erik Møller hlutskarpastir og voru þeir fengnir til að hanna ráðhúsið frá toppi til táar. Allt frá klukkuturni og niður í minnstu einingar eins og hurðarhúna o.fl. 

Á hinum 60 metra háa turni ráðhússins hangir síðan þessi fallega Roman klukka, en sú útgáfa er úr norskum marmara. 

Roman klukkan er því klassísk hönnun sem staðist hefur tímans tönn og nýtur sín vel á fallegum heimilum. 

Klukkan er 16cm í þvermál og er gerð úr gleri og áli. 

Úrverk klukkunnar er japanskt (Rhytme) og notast það við AA 1,5V rafhlöður. Rafhlöðurnar fylgja ekki með.

ROMAN KLUKKA 16CM - SVÖRT/HVÍT

rod41530

33.950 kr.

1

Setja á gjafalista

Um vöruna

Sendingar & skil

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Líf&List. Síðan notar vafrakökur (e. Cookies). Með því að halda áfram notkun síðunnar samþykkir þú notkun vafrakaka.