Til baka
Maitre D' línan frá SCANPAN sameinar klassíska franska hönnun og notagildi í eldhúsinu. Pannan er úr marglaga efni sem tryggir jafna og hraða hitadreifingu og auðvelda hitastýringu – hvort sem þú ert að steikja eða sjóða.
Að innan er hún úr sterku ryðfríu stáli sem þolir mikla notkun, og að utan er hún klædd fallegum kopar með hlýjum rauðbrúnum lit sem setur svip á eldhúsið og er líka falleg á borði þegar rétturinn er borinn fram. Handfangið er úr steyptu ryðfríu stáli og hitnar ekki við notkun.
Gengur á allar gerðir helluborða.
Mál: 26 cm