Til baka
Haptiq pönnurnar frá Scanpan eru vandaðar og harðgerðar pönnur sem passa á allar gerðir helluborða. Vönduð steikarpanna með sérstakri Stratanium+ non stick húðun sem tryggir góða eldun og langa endingu. Sveigðar hliðar auðvelda notkun með eldhúsáhöldum og handfangið er þægilegt í gripi.
Pannan má fara í ofn við allt að 250°C og veitir jafna hitadreifingu. Hentar einnig fyrir málmáhöld. Pannan hentar fyrir allar gerðir helluborða – þar með talið span.
Pannan er fljót að hitna og hitnar vel án þess að maturinn festist á henni. Gætið þess ávallt að hita pönnur hægt upp og gefa þeim tíma til að kólna. Besta steikingin með álpönnum fæst með því að notast við miðlungshita.
Mál: 32 cm