Til baka
CTX pannan frá Scanpan er vönduð og endingargóð panna sem hentar öllum gerðum helluborða, þar á meðal spanhellum. Hún er byggð upp úr fimm lögum þar sem hvert efni þjónar ákveðnu hlutverki: ryðfrítt stál tryggir styrkleika og spanvirkni, ál veitir frábæra hitaleiðni og slitsterk viðloðunarfrí húð gerir kleift að nota málmáhöld án þess að skemma yfirborðið. CTX pönnunar eru notaðar í masterches USA og Ástralíu. Botninn er örlítið boginn til að auðvelda notkun áhalda, og pannan veitir jafna og stöðuga hitadreifingu.
Pannan er auðveld í umhirðu – mælt er með að þvo hana með uppþvottalegi og forðast snögga hitun eða kælingu, líkt og með allar góðar pönnur.
Þvermál: 26 cm