Til baka
Með þessu kjöthakkarasetti frá Ankarsrum færðu allt sem þú þarft til að auka möguleika þína í eldhúsinu. Þú færð kjötkvörn og fimm aukahluti sem auðvelt er að smella á hrærivélina – þú getur hakkað kjöt, búið til pylsur, pressað mauk, rifið osta og hnetur eða jafnvel gert smákökur í mismunandi formum – allt með sömu vél!
Settið inniheldur:
- Kjötkvörn með fjórum gatadiskum (2,5 / 4,5 / 6 / 8 mm) 
- Pylsugerð: Þrjú horn (10 / 20 / 25 mm) til að gera þínar eigin pylsur. 
- Purépressa: Fullkomin fyrir mauk, barnamat og sultur. 
- Rifjárn: Rif parmesan, súkkulaði, hnetur og fleira. 
- Smákökuspruta: Fjögur mismunandi mót til að búa til smákökur í mismunandi mynstrum. 
Hentar öllum Ankarsrum orginal módelum (N1 - N30)