Grænmetisskerinn frá Ankarsrum gerir það fljótlegt og auðvelt að sneiða, rífa og skera grænmeti, ávexti og fleira. Hann festist beint á Assistent Original vélina og með honum fylgja þrjár mismunandi skerar sem gera eldamennskuna fjölbreytta og skilvirka.
Sneiðari – fyrir kartöflur, lauk, rótargrænmeti, ávexti og salöt.
Gróft rifjárn – fyrir grænmeti í súpur og bökur, og einnig hnetur, ost og súkkulaði.
Miðlungs rifjárn – frábær fyrir hráfæði og ost.
Grænmetisskerinn er auðveldur í notkun og þrifum.
Passar á allar Ankarsrum original hrærivélar (N1–N30).