MOCCAMASTER 982AO – GRÆN

Vörumerki: Moccamaster

moc70405

Flokkur:

Moccamaster kaffivélarnar eru flestir farnir að þekkja en þessar glæsilegu vélar hafa verið framleiddar frá árinu 1968.

Vélin er falleg, endingargóð og auðveld í notkun. Hún er einungis í 6 mínútur að hella uppá 10 bolla af kaffi (1,25L). Kaffið blandast jafnt í könnuna sem gefur besta mögulega bragðið. Vélin er með tvö hitakerfi, annað þeirra sér til þess að hiti vatnsins haldist á milli 92°C og 96°C og hin heldur kaffinu þínu heitu við 80-85°C. Á vélinni er takki sem hægt er að ýta á og þá slekkur hun á sér 40 mínútum eftir uppáhellinguna.
Á könnunni er dropastoppari svo það er auðvelt að hella úr henni.

Moccamaster vélarnar eru framleiddar, samsettar og prófaðar í Hollandi. Vélarnar eru ECBC vottaðar og á þeim er 5 ára ábyrgð.
44.950 kr.

    Tengdar vörur