ESPRESSO KAFFIVÉL – SJÁLFVIRK EQ.500

Vörumerki: Siemens

boc70401

Flokkur:

Þessi Siemens EQ.500 kaffivél hefur alla burði til þess að verða besti vinur þinn á morgnana. Kaffivélin er útbúin hólfi fyrir mjólk, svo þú getur með einni skipun látið vélina útbúa fjölbreytt úrval af kaffidrykkjum, með eða án mjólkur.

Vélin er útbúin margvíslegum búnaði til að auka á ánægju notandans. Má þar helst nefna:

- oneTouch DoubleCup - Með einni snertingu setur hún tvöfalt magn af kaffi í drykkinn.
- autoMilk Clean - Til að hámarka bragðgæði kaffisins, þá hreinsar vélin mjólkurútbúnaðinn eftir notkun með gufuhreinsibúnaði.
- oneTouch - Þú getur útbúið drykki með því að smella aðeins á einn hnapp.
- ceramDrive - Kaffivélin er útbúin öflugri keramikkvörn, en keramikkvarnir eru almennt taldar betri en stálkvarnir, því þær ryðga ekki.
- Drykkir: Espresso, Espresso Macchiato, sort kaffe, Cappuccino, Latte Macchiato, Americano, Flat White.
- Vatnstankurinn er 1,7L og hægt er að taka hann af vélinni til að fylla á.
- Þú getur valið á milli þess að nota mjólkurtankinn eða sett slönguna beint ofan í fernu.
- Þrýstingur: 15 bar.
- Týpunúmer: TP507R04
- Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu framleiðanda: Siemens - EQ.500 (danska)
149.990 kr.

    Tengdar vörur