BANKERS KLUKKA 21CM – SVÖRT

Vörumerki: Arne Jacobsen Clocks

rod41507

Flokkur:

Leitarorð: ,

Bankers veggklukkan var hönnuð af Arne Jacobsen sérstaklega fyrir Seðlabanka Danmerkur árið 1971. Arne Jacobsen lagði það í vana sinn af hanna sín verk frá toppi til táar, þ.e. bygginguna sjálfa og öll þau húsgögn sem í hana fóru. Þar var þessi veggklukka engin undantekning. Samstarfsmaður Jacobsen til margra ára, Teit Weylandt, var með honum í liði við hönnunina til að fylgja því úr hlaði að klukkan yrði framleidd nákvæmlega eftir upprunalegum teikningum hans. Upprunalega útfærslan er klukka með hvítum bakgrunni, en nú er hún einnig fáanleg með svörtum bakgrunni.

Klukkan er 21cm í þvermál og finnst einnig í 29cm útfærslu. Þessi klukka er frábær brúðagjöf eða stórafmælisgjöf með miklu notagildi og heilmikilli sögu.

Þvermál: 21cm
Úrverk: japanskt
Klukkan notast við AA 1,5V rafhlöður (fylgja ekki)
Efni: Ál og gler
Við mælum með því að klukkan sé þrifin með rökum klút.
31.990 kr.

    Tengdar vörur