CORAVIN – MODEL 2 ELITE – SILFUR

Vörumerki: Coravin

cor49903

Flokkur: ,

Finnst þér gott að fá þér glas af víni yfir góðri bíómynd á kvöldin? Ef svo er, þá þarftu ekki lengur að takmarka þig við eina tegund af víni eða að þurfa að klára flöskuna svo hún skemmist ekki. Coravin gefur þér fullt frelsi á því að njóta gæðavíns á þínum forsendum. Með því að nota höfundavarða tækni Coravin, þá getur þú nú hellt þér í glas án þess að þurfa að taka tappann úr flöskunni. Þannig geturu geymt restina af víninu þar til síðar.

Coravin Model 2 Elite serían kemur í glæsilegum og fáguðum litum með krómáferð.

Coravin tæknin byggir á örmjórri nál, sem stungið er í gegnum korktappann og með gasi er víninu þrýst upp í gegnum nálina og í glasið þitt. Gashylkin eru lítil og dugar 1 hylki í uþb. 15 glös af víni. Gasið í hylkjunum er 99,99% hreint Argon gas sem er bæði bragðlaust og lyktarlaust auk þess sem það er ekki hættulegt mönnum.

Með Coravin tækinu þínu fylgja 2 gashylki og auka nál í tækið skyldi hin brotna. Allskyns aukahlutir eru fáanlegir með Coravin tækinu.

Coravin tækið getur þú notað bæði fyrir rauðvín eða hvítvín, svo framarlega sem að flaskan sé með korktappa.
52.570 kr.

    Tengdar vörur