FYRIRSKURÐARSETT – TWIN WOOD

Vörumerki: Zwilling

zwi34127

Flokkur:

Þetta vandaða fyrirskurðarsett er hluti af Twin Wood seríunni frá þýska framleiðandanum Zwilling. Setiið er frábært í lambalærið, svínabóginn, kalkúninn eða hvaða steikarrétt sem þú vilt bera á borð. Hnífsblaðið hefur verið hert með FRIODUR® tækni, sem þróuð var af Zwilling. Með þeirri tækni er hnífsblaðið hert með því að hita það mjög mikið og síðan snöggkæla það langt niður fyrir frostmark. Með þessari tækni, þá tryggiru betri endingu á bitinu og kemur í veg fyrir tæringu í blaðinu.

Hnífurinn er samskeytalaus, þ.e. að hann er gerður úr einu stálstykki sem gengur inn í skaftið. Það tryggir betra jafnvægi og endingu hnífsins.

Handfangið er úr rósavið og er skorið til svo að hnífurinn passi vel í hönd svo auðveldara sé að ná gripi á honum.
20.580 kr.

    Tengdar vörur