MANDÓLÍNJÁRN – GRÁTT

Vörumerki: HOLM

foh39920

Flokkur: ,

Leitarorð: , , ,

Þetta japanska mandólínjárn er eldhúsáhaldið sem þú hvorki getur né ættir að vera án í eldhúsinu. Með þessu járni er auðvelt að skera mjúka ávexti eða hörðustu gerðir af grænmeti niður í sneiðar. Einnig fylgjir með járninu þrjár stærðir af Julienne skerum sem passa í mandólínið. Með þeim er hægt að skera grænmeti niður í misþykkar gerðir af þráðum (líkt og núðlur).

Auðvelt er að stilla þykktina á skurðinum og þannig er hráefnið þitt alltaf í aðallhlutverki. Þá er auðvelt að skipta um blöð í því til að fá mismunandi útfærslur af hráefninu.

Gæta skal þess að þrífa aldrei hnífahluta járnsins í uppþvottavél, en eins og með alla aðra hnífa, þá getur þvottur í uppþvottavélum haft áhrif á bit þeirra til lengri tíma. Þá er einnig mikilvægt að hnífsblöð séu þurrkuð vel eftir þvott. Að lokum viljum við minna á að blöð hnífanna eru ákaflega beitt og því er mikilvægt að geyma járnið þar sem litlir fingur ná ekki til.

Kemur í gjafaöskju.
12.240 kr.

    Tengdar vörur