Spiralfix Ræmuskeri

Vörumerki: GEFU

GEF49902

Flokkur:

Undanfarið hefur verið vinsælt að skera ýmisskonar grænmeti og ávexti í ræmur. Hingað til hefur þó aðeins verið hægt að útbúa ræmur úr ílöngum matvælum. Með tilkomu Spiralfix ræmuskerans er það vandamál hinsvegar úr sögunni því með þessari græju er hægt að útbúa ræmur úr nærri hvaða grænmeti/ávexti sem er og það á mjög einfaldan og öruggan máta.

 

Skerinn virkar eins og blanda af julenne skera og mandólíni. Lokið er tekið af og grófleikinn stilltur á þar til gerðu hjóli, uppáhalds grænmetið/ávöxturinn settur á, á lokinu er sveifinni svo snúið með léttu handtaki og á augabragði verða til girnilegar ræmur í boxinu fyrir neðan.

 

Tilvalið til að útbúa girnilega grænmetisrétti eða þá til að flikka upp á meðlætið.

 

Má fara í uppþvottavél.

 

 

8.420 kr.

    Tengdar vörur