SONJA – KRÚSIR – 2 STK.

Vörumerki: Søholm

aid11901

Flokkur:

Sagan á bak við Sonja matarstellið frá Søholm er saga sem Dönum þykir vænt um. Sonja fra Saxogade voru vinsælir sjónvarpsþættir á sjöunda áratug síðustu aldar, en þeir fjölluðu um stúlkuna Sonja sem bjó ásamt fjölskyldu sinni á Saxogade á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Sonja naut mikilla vinsælda og sátu Danir spenntir fyrir framan sjónvarpið þegar að þættirnir voru sendir út.

Sonja naut svo mikilla vinsælda að keramikframleiðandinn Søholm framleiddi sérstakt matarstell Sonju til heiðurs. Keramikframleiðsla hefur átt sér langa sögu á Bornholm.

Stellið er handunnið úr leir og gerir það hverja vöru einstaka. Sonja stellið kemur nú í fallegum heiðbláum lit og sléttri glærri meðhöndlun, svo yfirborð hlutanna í stellinu er slétt. Stellð má fara í uppþvottavél, frysti, ofn eða örbylgjuofn. Líkt og með aðrar keramikvörur, þá skal þó varast að taka stellið úr miklu frosti og setja það beint í ofn.

Í þessari gjafaöskju eru tvær 40cl krúsir.fSøHOLM
3.450 kr.

    Tengdar vörur