DESSERT VÍNGLAS – 24CL

Vörumerki: Eva Solo

eva21902

Flokkur: ,

Þessi hallandi glasasería frá Eva Solo hefur notið mikilla vinsælda hjá þeim sem vilja aðeins það besta. Glerið í glösunum er hitað við mikinn hita áður en belgurinn er munnblásinn og grannur fóturinn dreginn út úr sama glerbútnum. Við þessa vinnslu, þá verða engin samskeyti á milli belgsins og fótarins. Að lokum eru glösin laserskorin til að fá þetta einkennandi hallandi útlit á brúnina.

Serían inniheldur margar mismunandi gerðir af glösum, en þetta er desertvínglasið í seríunni. Desertvín eru yfirleitt frekar sæt hvítvín, en einnig er hægt að nota glasið undir sherry eða púrtvín.

Glasið rúmar 24cl.
4.850 kr.

    Tengdar vörur